Coopoly - Logo
Coopoly - Logo
Heiðarprinsessan
Heiðarprinsessan
Member Price: $13.99 (what is it?)
Regular Price: $13.99
   (Quantity: 1)
Availability:
Ebook in format. Available for immediate download after we receive your order
Publisher:
Saga Egmont International
DRM:
Open - No Protection
Publication Year:
2022
ISBN-13: 9788728282274
Description:
Leonóra von Sassen er alin upp af móður sinni í hálfgerðri einangrun á heiðarbýli í Norður-Þýskalandi. Þar upplifir hún sannkallaða sveitasælu, en veit lítið um umheiminn. Aðeins 17 ára missir hún móður sína skyndilega og þarf að flytjast í þéttbýlið til föður síns. Þar kemst hún að því að sakleysi sveitastelpunnar á engan veginn heima í borgarsamfélaginu og þarf því að leggja sig alla fram um að aðlagast og þroskast í þessu nýja umhverfi. Að sjálfsögðu kemur ástin einnig við sögu og endalokin koma skemmtilega á óvart.

Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.

Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.

E. Marlitt er höfundarnafn Eugenie John (1825-1877). Hún fæddist í Arnstadt í Þýskalandi og var dóttir málara, en var ættleidd af þýskri prinsessu og send í tónlistarnám í Vín, enda hafði hún dásamlega söngrödd. Eugenie missti hins vegar heyrnina, en þótti skrifa svo fallega að hún var hvött til að skrifa skáldsögur. Hún eyddi síðustu árum ævi sinnar við ritstörf, en flestar bækur hennar voru skrifaðar sem ádeila á þýskt samfélag í samtíma hennar.