Coopoly - Logo
Coopoly - Logo
Öskubuska
Öskubuska
Member Price: $4.99 (what is it?)
Regular Price: $4.99
   (Quantity: 1)
Availability:
Ebook in format. Available for immediate download after we receive your order
Publisher:
Saga Egmont International
DRM:
Open - No Protection
Publication Year:
2021
ISBN-13: 9788728038215
Description:
Öskubuska hafði alla tíð tileinkað sér að koma vel fram við menn og málleysingja. Eftir að móðir hennar fellur frá, tekur faðir hennar sér aðra konu. Stjúpunni þykir Öskubuska ekki verðug og stjúpsystur hennar voru harðlyndar. Líf hennar og tilvera virðist vonlaus þar til hún laumar sér á dansleik í höllinni og hittir konungssoninn.

Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Hans og Gréta.